Indígó sérhæfir sig í útskriftarferðum og leggur áherslu á að sameina ævintýri, afslöppun og fjör. Áfangastaðirnir eru valdir með þarfir útskriftarhópa í huga – með réttri blöndu af sól, stemningu og góðu aðgengi að strönd og miðbæ. Við bjóðum upp á vel staðsett hótel, skipulögð þemapartý með tónlistaratriði, sérarmbönd sem veita aðgang að tilboðum og fjölbreytta dagskrá þar sem allir geta tekið þátt á sínum forsendum. Við fylgjum hópnum frá upphafi til enda og pössum að hvert smáatriði tryggi að ferðin verði ekki bara góð, heldur einstök.