Grikkland
Besti tíminn: Maí - Sept
Ferðalengd: 7-14 dagar
Flugtími: 5 1/2 klst
Verðbil: Frá: 250.000kr.-
Við höfum í fjölda ára farið með útskriftarhópa til Hersonissos á Krít einfaldlega af því að þetta virkar!
Krít er með allt það sem þarf í góða útskriftarferð! Gott veður, góðan mat, gott djamm, og fegurð allt um kring.
Á daginn getur þú flatmagað á ströndinni, drukkið kaffi (eða eitthvað annað) við sjávarsíðuna, snorklað eða skíðað á sjónum, eða skoðað einar af þeim fjölmörgu sögufrægu fornminjum sem þar leynast.
Á kvöldin breytist Hersonissos svo í lifandi leikvöll. Strandklúbbar og barir fyllast af tónlist og dansi, þar sem þú getur fagnað útskriftinni fram á nótt.
Á svæðinu er allt morandi í afþreyingum, og bjóðum við upp á ferðir í vatnsrennibrautagarð, partýsiglingu, fjórhjólasafari og dagsferðir á hina stórfenglegu eyju Santorini.
Farið er ýmist í tengiflugi eða beinu leiguflugi, það fer allt eftir því hversu stór hópurinn er.
Við viljum búa til hina fullkomnu ferð fyrir árganginn þinn! Vertu í bandi og við getum byrjað að teikna upp þína útskriftarferð. Hlökkum til að heyra í ykkur!