Balí

Paradísareyjan Balí

Fullkomin blanda af fallegu umhverfi, bláum sjó, geggjuðum strandlengjum, skemmtilegri menningu og ekki má gleyma djamminu!

Besti tíminn: Apr - Sept

Ferðalengd: 10 - 21 dagar

Flugtími: 18 tímar tengiflug

Verðbil: Frá 250.000 kr.-

Balí er ævintýraleg eyja sem allir ættu að heimsækja allavega einu sinni á lífsleiðinni. Á Balí ræður náttúran ríkjum og er um nóg að velja þegar kemur að afþreyingu og skemmtun. Andrúmsloftið er einstaklega afslappað og gott sem gerir dvölina enn eftirminnilegri. Gistimöguleikarnir á Balí eru margs konar og fer það eftir stærð hópsins og hverju hópurinn leitast eftir hvað verður fyrir valinu.

Við tókum saman fjóra af okkar uppáhalds stöðum á Balí sem allir hafa sinn einstaka sjarma. Strandabærinn Kuta, sem er við eina vinsælastu strönd Balí, er best þekktur fyrir gott skemmtanalíf og er mjög vinsæll meðal ungra ferðamanna. Einnig ríkir mikil brimbretta menning í Kuta og þykja öldurnar sérstaklega þægilegar byrjendum.

Bærinn Ubud er staðsettur í miðjum frumskógi. Hrísgrjónaakrarnir og allur gróðurinn gerir umhverfið einstaklega fallegt. Hér kynnist þið Hindu menningunni og Indónesíska lífstílnum. Hægt er að skella sér í jóga eða á matreiðslunámskeið, skoðað hrísgrjónaakrana sem umliggja bæinn og margt annað áhugavert.
Eyjarnar Nusa Penida og Gili Trawangan liggja rétt út frá Balí. Nusa Penida er ein fallegasta eyjan á þessu svæði með einstakar strendur og kristaltæran sjó. Gili Trawangan er hins vegar þekkt sem partý eyja og iðar af lífi allan sólahringinn.

Við viljum benda á að hægt að styðjast við þessa ferð sem grunn og í sameiningu getum við breytt og bætt ferðina eftir ykkar höfði. Einnig er í boði að lengja dvölina og mælum við þá með heimsækja Filipseyjar eða Kambódíu.

Hápunktur ferðarinnar

  • Strandbærinn Kuta
  • Ubud
  • Nusa Penida
  • Gili Trawangan

Er áhugi fyrir þessari ferð?

Það er svo margt spennandi í boði! Sendu okkur fyrirspurn og við getum spjallað um möguleikana sem eru fyrir hendi fyrir ykkar hóp. Hlökkum til að heyra í ykkur.

Senda fyrirspurn

Afþreyingar á svæðinu

Surf kennsla

Mekka surfsins - fyrir byrjendur & lengra komna

Jóga, alskonar afslöppun og hugleiðsla

Jóga

Indislegur matur í Indónesíu

Matur

Risa róla fyrir þá sem þora...

Bali swing

Fleiri ferðir í boði

Egyptaland

Útskriftarferð

Sjá nánar

Króatía

Útskriftarferð

Sjá nánar

Indígó

Skútuvogur 1b, 104 Reykjavík

414 1515

hallo@indigo.is

09:00 -17:00 alla virka daga

Senda fyrirspurn
Þessi vefsíða styðst við vefkökur.Með Því að smella á halda áfram samþykkir þú notkun á vefkökum.