Króatía

Stórkostleg upplifun

Fullkomin blanda af fallegu umhverfi, tærbláum sjó og frábæru næturlífi!

Besti tíminn: Apríl - Október

Ferðalengd: 7 - 10 dagar

Flugtími: 5 klst

Verðbil: Frá 240.000kr.-

Að okkar mati er Króatía eitt fallegasta land Evrópu. Einnig er hann tilvalinn staður fyrir útskriftarferð þar sem Króatía býður upp á frábært skemmtanalíf, fallegt umhverfi, tæran sjó og ferskan miðjarðarhafsmat.

Í Króatíu eru margir möguleikar þegar kemur að gistingu en það fer eftir stærð hópsins hvað verður fyrir valinu. Við notum bæði 3 og 4 stjörnu hótel og það er misjafnt hvort hóparnir vilja hafa hálft fæði innifalið eða bara morgunmatinn.

Við skipuleggjum ferðina oft þannig að hópurinn dvelur helming ferðarinnar í strandarbænum Vodice og hinn helminginn á eyjunni Hvar. Bærinn Vodice er þekktur fyrir líflegar strendur og ódýrt verðlag. Eyjan Hvar er þekkt fyrir frábært næturlíf og afar fallegan aldagamlan miðbæ. Þar er tilvalið að leigja sér vespu eða fjórhjól og ferðast um eyjuna. Einnig mælum við með að leigja bát, skoða þannig hellinn Blue Cave og faldar einkastrendur á eyjunum í kring. Hápunktur ferðarinnar er svo Toga partý í kastala sem gnæfir yfir allan bæinn. 

Hápunktur ferðarinnar

  • Geggjaðar strendur
  • Toga partý í kastala
  • Bátsferð
  • Miðjarðarhafsmatur

Hefur þú áhuga á þessari ferð?

Það er svo margt spennandi í boði! Sendu okkur fyrirspurn og við getum spjallað um möguleikana sem eru fyrir hendi fyrir ykkar hóp. Hlökkum til að heyra í ykkur.

Senda fyrirspurn

Afþreyingar á svæðinu

Bátsferð

Siglt um kristaltær höf Króatíu

Rafting

River Rafting með hópnum

Zip Line

Fyrir þá djörfustu

Blue Cave

Siglt inn í fallegan helli

Skoðaðu fleiri áfangastaði

Costa Brava

Einn með öllu

Sjá nánar

Marokkó

Framandi og spennandi

Sjá nánar

Indígó

Skútuvogur 1b, 104 Reykjavík

414 1515

hallo@indigo.is

09:00 -17:00 alla virka daga

Senda fyrirspurn
Þessi vefsíða styðst við vefkökur.Með Því að smella á halda áfram samþykkir þú notkun á vefkökum.