Langar þig að vinna í lifandi og skapandi umhverfi þar sem enginn dagur er eins? Sæktu um starf hjá Ferðalandi! Við sérhæfum okkur í einstökum og sérsniðnum ferðaupplifunum fyrir einstaklinga, fyrirtæki og hópa, bæði innanlands og erlendis.
Við bjóðum þér tækifæri til að taka þátt í spennandi verkefnum – skipuleggja útskriftarferðir, viðburði erlendis, ævintýraferðir og margt fleira. Við leggjum áherslu á fagmennsku, sveigjanleika og jákvætt vinnuumhverfi þar sem gleði og teymisvinna skipta mestu máli.
Ferðaland samanstendur af þremur vörumerkjum: Ferðaland, Kompaníferðir og Indígó – með fjölbreytt úrval ferða fyrir alla aldurshópa og áhugasvið.
Sendu okkur umsókn með ferilskrá og kynningarbréfi á alfred.is - Vertu með í stemningunni!