Mexíkó
Besti tíminn: Maí - Sept
Ferðalengd: 7-14 dagar
Flugtími: 10klst tengiflug
Verðbil: Frá: 300.000kr.-
Ef þú ert að leita að stað sem fer fram úr öllum væntingum, þá er Playa del Carmen í Mexíkó draumaáfangastaðurinn! Þetta er ekki bara strönd – þetta er epísk upplifun sem blandar saman trópískum töfrum, villtri skemmtun og ógleymanlegum ævintýrum.
Í Playa del Carmen er hvítur sandur og túrkísblátt haf eins og úr bíómynd. Þú getur slakað í sólbaði, snorklað í sjónum eða skellt þér í jet ski með vinum – adrenalín og afslöppun í fullkomnu jafnvægi! Kvöldin eru enn betri: strandklúbbar, lifandi tónlist, og dans undir stjörnunum gera hvert kvöld að partýi sem þú gleymir aldrei.
Við mælum hiklaust með Quinta Avenida sem er gjarnað kallað hjartsláttur borgarinnar.
Þar getur þú fundið bæði hátísku og litla markaði, veitingastaði og litla matarvagna með bæði alþjóðlegri og mexíkóskri matargerð. Yndisleg göngugata iðandi af lífi.
Til að komast til Mexíkó þurfum við að millilenda. Og ekki er millilendingin af verri endanum. Það er borgin sem aldrei sefur, stóra eplið sjálft... New York!
New York þarf ekki að kynna fyrir fólki. Þar getur fólk djammað, farið út að borða, eða einfaldlega rölt um og
Borgin hefur allt, það þarf varla að taka fram.
Við viljum búa til hina fullkomnu ferð fyrir árganginn þinn! Vertu í bandi og við getum byrjað að teikna upp þína útskriftarferð. Hlökkum til að heyra í ykkur!