Skilmálar Indígó

Indígó starfar undir kennitölunni 610512-1350 (ferðaland ehf.)
VSK númer: 129810

1. SAMNINGURINN
Þegar sala á ferð hefur gengið í geng er gerður samningur á milli Indígó og viðskiptavina og öðlast hann gildi þegar viðskiptavinurinn hefur samþykkt tilboðið og Indígó hefur staðfest samþykkið.

2. STAÐFESTINGARGJALD/GREIÐSLUR OG LOKAGREIÐSLA
Viðskiptavinur greiðir staðfestingargjald við bókun ferðar. Viðburður telst ekki bókaður fyrr en staðfestingargjaldið hefur verið greitt og þá fyrst er öll þjónusta viðkomandi verkefnis staðfest. Seinkun á greiðslu staðfestingargjalds getur leitt af sér breytingar á viðburðar fyrirkomulagi. Staðfestingargjaldið er óendurkræft nema afbókunin verði rakin til vanefnda ferðaskrifstofu gagnvart viðskiptavini eða þeim þjónustuaðilum sem að atburðinum koma eða vegna mistaka og rangrar upplýsingagjafar af hálfu fyrirtækisins.
Eftirstöðvar:
Eftirstöðvar eru greiddar skv. greiðsluáætlun og mikilvægt að fara eftir þeim dagsetningum. Eftirstöðvar eru einnig óndurkræfar eftir að þær hafa verið greiddar enda er erlendum þjónustuaðilum greitt jafn óðum og greiðslur koma og þarf ferðaskrifstofa að fylgja þeirra bókunarskilmálum.  Ef eftirstöðvar eru ekki greiddar samkvæmt þessum skilmálum, áskilur ferðaskrifstofa sér rétt til að gera breytingar. Seinkun á greiðslu getur orsakað breytingu á viðburði.

3.AFBÓKANIR – FÆKKANIR – VERÐ
(a)
Allar afbókanir og breytingar verða að vera gerðar skriflega að hálfu beggja samningsaðila, þ.e. með tölvupósti.
(b) Afbókun einstaka gesta sem hefur áhrif á eftirstöðvar þarf að tilkynna sérstaklega.
(c)  Ef viðburður er afbókaður vegna vanefnda ferðaskrifstofu varðandi veigamikla þætti í samningi þessum skal fyrirtækið endurgreiða viðskiptavini að fullu það sem greitt hefur verið fyrir viðburðinn.
(d)  Endurgreiðsla á sér eingöngu stað sé farið eftir skilmálum þessa samnings.

4. FRESTUN
Sé viðburði/ferð seinkað eða ósk um breytta dagsetningu ber viðskiptavini að greiða allan áfallinn kostnað sem og 5% umsýslu- og skipulagsgjald.

5. ÁBYRGÐ
1.
 Ferðaskrifstofa ábyrgist að samið sé við alla þá aðila sem koma að viðburði samkvæmt tilboði til viðskiptavinar. Ferðaskrifstofa skal ganga þannig frá málum í samningum við þjónustuaðila og birgja að tryggt sé að greiðsla verði aðeins innt af hendi fyrir veitta þjónustu og vöru. Ferðaskrifstofa ábyrgist einnig að greiðsla fyrir vörur og þjónustu skili sér til birgja og þjónustuaðila, enda hafi greiðsla borist réttilega frá viðskiptavini.
2. Verði frávik frá tilboði eða samningi vegna birgja eða þjónustuaðila skal ferðaskrifstofa upplýsa viðskiptavin eins fljótt og auðið er og leita eftir samþykki hans fyrir breytingum sem gerðar verða á viðburðinum vegna þessa.
3. Allt skipulag þar sem ferðaskrifstofa notar þriðja aðila í þjónustu eða vöru, (Flug, akstur á gestum, gisting, afþreying og fl.) er ferðaskrifstofa aðeins umboðsaðili viðkomandi aðila. Ferðaskrifstofa ber á engan hátt ábyrgð á hans vöru eða þjónustu eða deilum sem upp kunna að koma vegna viðkomandi þriðja aðila, nema rekja megi missættið til vanefnda eða rangrar upplýsingagjafar af hálfu ferðaskrifstofu til viðskiptavinar eða umrædds þriðja aðila.
4. Ferðaskrifstofa ber ekki ábyrgð á tapi eða skemmdum á persónulegum munum né á meiðslum á gestum sem ekki verða rakin beint til gjörða eða aðgæsluleysis starfsmanna fyrirtækisins.
5. Ferðaskrifstofa ber ekki ábyrgð á hvernig veður eða náttúra (force majure) getur haft áhrif á viðkomandi viðburð, þar með talið frestun eða afbókun.

6. AUKA ÞJÓNUSTA
Alla þjónustu sem beðið er um sem ekki er innifalin í viðkomandi tilboði ber að greiða innan 7 virkra daga frá móttöku reiknings. Bóki einstaka starfsmenn eða starfsmannafélag ferðir eða þjónustu á viðkomustað, ber þeim að ganga frá greiðslu vegna þessa.

7. BREYTING
Verði nauðsynlegt að breyta, endurskipuleggja eða aðlaga viðburð að breyttum aðstæðum, vegna veðurs eða óvænta óskilgreindra breyting á aðstæðum skal ferðaskrifstofa gera tillögu að breytingum til viðskiptavinar. Slíkar breytingar á forsendum samningsins eru háðar samþykki viðskiptavinar. Hafi breytingar í för með sér aukinn kostnað skal gerður um það viðaukasamningur.

8. VARA: PÖNTUÐ & LAUS
Öll tilboð miðast við að viðkomandi vara eða aðkeypt þjónusta sé laus eða fáanleg. Aðföng og þjónusta eru ekki pöntuð fyrr en ferð hefur verið staðfest með greiðslu staðfestingargjalds.

9. ANNAÐ
Viðskiptavinir Indigó gerast sjálfkrafa meðlimir að "Indigó klúbbnum" og fá beint í pósthólfið nýjustu fréttir um sérferðirnar okkar, nýjustu ferðapakka og önnur tilboð. Viðskiptavinir geta ávalt skráð sig af póstlistanum og hafnað viðtöku markpósts með því að smella á tengilinn neðst í póstinum og staðfesta afskráningu. 

Indígó

Skútuvogur 1b, 104 Reykjavík

433 4040

hallo@indigo.is

09:00 -16:30/ mán - fimt 09:00 - 16:00 / föstudögum

Senda fyrirspurn
Þessi vefsíða styðst við vefkökur.Með Því að smella á halda áfram samþykkir þú notkun á vefkökum.