Tyrkland eins og það gerist best
Besti tíminn: Maí - Okt
Ferðalengd: 10-14 dagar
Flugtími: 6 1/2 klst Beint flug
Verðbil: Frá 250.000kr.-
Marmaris er æðislegur áfangastaður fyrir útskriftarhópa. Þessi paradís á Tyrklandi er þakin gullfallegum ströndum, tandurhreinum sjó, frábæru næturlífi og tyrkneskri matargerð.
Það er margt að gera og upplifa í Marmaris en þarna er hægt að stunda alls kyns vatnsafþreyingar, fara á æðislega strandklúbba og bátsferðir um strandlengjuna. Einnig er hægt að fara með ferjunni til Rhodes í Grikklandi og gista þar í eina eða tvær nætur ef hópnum langar. Einnig er skemmtilegt að fara til Bodrum eð Fethiye sem eru staðir í Tyrklandi sem vert er að heimsækja.
Ferðalagið til Tyrklands er aðeins lengra en í hefðbundnum útskriftarferðum en það er algjörlega þess virði. Það er auðvelt að komast á staðin í tengiflugi og það er auðvitað alltaf gaman að nota stoppið í eitthvað skemmtilegt ef það er tími á milli fluga.
Við vorum að fá nýja kaffivél! Kíktu í heimsókn og byrjum að skipuleggja útskriftarferðina fyrir þinn hóp með góðum fyrirvara.