Helgina 18.- 21. október
Ferðalengd: 18.- 21.október
Flugtími: 3 klst.
Verðbil: frá 99.849kr.- á mann
Það er einfaldlega aldrei slæm hugmynd að skella sér í helgarferð til Kaupmannahafnar og hvað þá án allrar fyrirhafnar... no pun intended. Indígó býður upp á svokallaðan stemningspakka með flugi, gistingu og miða á tónleika hjá Aroni Can helgina 18.- 21. október.
Í Kaupmannahöfn er auðvelt á komast á milli staða með almenningssamgöngum auk þess að þar er margt að sjá og skoða. Við mælum með að kíkja á hugguleg kaffihús eða vínbari í miðbænum og svo er einnig alltaf fjör að kíkja í Tivoli!
The Monní Show
Aron Can mun halda THE MONNÍ SHOW tónleikana sína í Pumpehuset þann 19. október en það er langt um liðið síðan hann hélt seinast tónleika í Kóngsins Kaupmannahöfn. Á tónleikunum mun hann spila lög af nýjustu plötunni sinni sem hann vinnur hörðum höndum að auk sinna helstu slagara!
Flugið
18.október - OG516/ KEF-CPH 6:30-11:30
21.október - OG517 / CPH-KEF 12:40 - 14:10
UPPSELT Í FERÐINA - En ekki örvænta, það koma inn fleiri stemningsferðir á næstunni!
Vel staðsett fjögurra stjörnu hótel í hjarta Kaupmannahafnar! Stutt frá neðanjarðarlest í Radhuspladsen og aðal járnbrautarlestinni auk þess að vera í göngufæri frá Tivoli, strikinu og Kodbyen. Hótelið er innrétt í heimilislegum stíl með hönnunarhúsgögnum, bar og útisvæði.
Herbergin eru nútímaleg með Queen size rúmmi, sérbaðherbergi og sjónvarpi.