2024. janúar 31
Hæhæ!
Elma Jenný heiti ég og er fararstjóri hjá Indígó. Ég er að verða 26 ára og bý í Barcelona þar sem ég stundaði nám en hef síðan þá ekkert snúið aftur heim. Það er æðislegt að vera fararstjóri og eru útskriftarferðirnar mínar uppáhalds ferðir enda ekkert skemmtilegra en að sjá "unga" fólkið skemmta sér og fagna þessum geggjaða áfanga!
Hlutverk fararstjóra er að hafa góða yfirsýn yfir ferðinni til að ganga úr skugga að allir í hópnum séu öruggir, að öll dagskrá og skipulag gangi vel og fyrst og fremst að passa uppá það að allir nái að skemmta sér sem allra best.
Heldur betur! dag og nótt. Það er alltaf hægt að leita til mín eða hinna fararstjóranna ef eitthvað kemur uppá. Við tryggjum einnig algjörum trúnaði við fólkið í ferðunum okkar svo að ef það er eitthvað sem þú þarft að tala við okkur um þá ertu örugg/ur um að það fari ekkert lengra.
Ég fór í rauninni ekki í útskirftarferð... Ég féll úr Versló eftir annað ár (féll vegna spænsku en er nú búin að búa á spáni í 5 ár!) fór eftir það í MK og útskrifaðist þaðan hálfu ári á undan samöldrum mínum og fór þá í 4 mánaða reisu um Asíu með vinkonu minni þannig, mætti nú segja að Asíu reisan hafi verið útskriftarferðin mín!
Must do fyrir mér er klárlega að fara í Portaventura rússíbanagarðinn!! svo skemmtilegur eeen ef þú ert ekki fyrir þannig dæmi þá held ég að málið sé klárlega að kíkja á kajak og snorkl eða jafnvel fara í dagsferð til Barcelona, endilega spyrjið mig um góð tips því ég er búin að búa þar í rúmlega 5 ár! Annars bara að slaka á, njóta við sundlaugarbakkann, kíkja í kareokí og skemmta sér með vinunum! (mikilvægt að hafa gott balance á djamminu og slökuninni 😉)
Bergur Leó
bergur@kompaniferdir.is