Útskriftarævintýri í Króatíu

2024. júlí 10

"Fall er fararheill!"

Við hjá Indigó kynntum nýjan áfangarstað fyrir útskriftarhópana í ár, hina undurfögru eyju, Brac í Króatíu! Núna í lok maí flugu þangað ríflega 300 Versló nemar með sundfötin, sólarvörnina og nýbökuð stúdentprófin í fartaskinu, í beinu leiguflugi frá Keflavíkurflugvelli. Frá Split flugvelli var síðan tekin ferja að eyjunni Brač, þar sem hópurinn gisti í níu nætur á 4 stjarna hóteli við ströndina.

 

null


 
Sumir segja að fall sé fararheill og sú var raunin í útskriftarferð Versló til Króatíu. Þótt við gerum allt í okkar valdi til þess að gulltryggja að ferðin gangi eins og í sögu, þá eru alltaf einhver atriði utan okkar mannlegu stjórnar, til að mynda eldhúsbíllinn á Keflavíkurflugvelli sem klessti á aðra leiguvél hópsins. Þá flaug helmingur hópsins af stað í ósködduðu vélinni, en restin af Verslingunum sat eftir á flugvellinum, beið átekta, og sýndi gríðarlegt æðruleysi þangað til að ný vél kom að sækja þau seinna sama dag.  

null


 
Við tókum púlsinn á krökkunum í ferðanefnd Versló eftir ferðina og þau nefndu sérstaklega hvernig gæðin á hótelinu, skipulögðu partýin og Indigó fararstjórnir höfðu saman gert ferðina einstaka.  
 
„Ég persónulega skemmti mér sjúklega vel. Hótelið var frábært, fararstjórarnir voru algjörir meistarar!  Annars veit ég að allir sem fóru í siglinguna elskuðu hana, öll skipulögðu partýin voru snilld og dagurinn í Hvar var frábær. Dagurinn sem við eyddum í Split var einn af mínum uppáhalds.“ 

 Fararstjórarnir okkar eru ómissandi liður í útskriftarferðunum, þau eru alltaf til halds og trausts og yfirleitt er menntaður hjúkrunarfræðingur þar með í hóp. Annar Versló nemi taldi afþreyingarnar skara fram úr í Króatíu:  

„Úff það er svo mikið sem ég gæti nefnt sem var eftirminnilegt í ferðinni, allar prívat bátsferðir stóðu soldið uppúr fannst mér, þá er ég bæði að tala um catamaran siglinguna og einkabátinn, mæli ótrúlega með því. Aðrar afþreyingar voru líka frábærar eins og fjórhjól, Hvarferð, kayak og fleira. Mér fannst hótelið geggjað, maturinn góður og starfsfólkið æðislegt. Fararstjórarnir voru geggjaðir. Ég gæti ekki sagt neitt neikvætt um þau, eintómir fagmenn og algjörir meistarar. Landið sjálft var lika alveg ótrúlegt, bara eitt af fallegustu löndum sem ég hef farið til.“ 
 
Við erum gríðarlega spennt að endurtaka leikinn og bjóða útskriftarnemum næsta árs til Króatíu og gera góða ferð enn betri!  

Kolbrún Brynja

Indígó

Skútuvogur 1b, 104 Reykjavík

414 1515

hallo@indigo.is

09:00 -17:00 alla virka daga

Senda fyrirspurn
Þessi vefsíða styðst við vefkökur.Með Því að smella á halda áfram samþykkir þú notkun á vefkökum.