Hver erum við?

2023. júní 07

Við hjá Indígó höfum áralanga reynslu í skipulagi á ferðum og upplifunum fyrir hópa af ýmsum stærðum og gerðum.

Við hjá Indígó erum eins og lítil fjölskylda sem er alltaf til í að hjálpa og redda. Við höfum verið í ferðageiranum í fjöldamörg ár eða frá 2001. Við erum hluti af mun stærri fjölskyldu sem kallar sig Eskimóa og í mörg ár hétum við EskimoTravel.

Indígó sérhæfir sig í útskriftarferðum erlendis með Háskóla hópa, Framhaldsskóla hópa ásamt því að aðstoða kennara, bæði grunnskóla og leikskóla við að skipuleggja og bóka ferðir til hinna ýmsu borga og landa í heimunum.

Vinir á ströndinni við sólsetur

Allar okkar utanlandsferðir eru sérsniðnar að hverjum hóp fyrir sig. Allir hópar eru ólíkir, eitthvað sem hentar einum hópi, gengur alls ekki fyrir annan. Þess vegna leggjum við okkur fram við að vinna vel saman með okkar viðskiptavinum og sköpum þannig traust og virðingu sem skilar sér í frábærri ferð!

Við bjóðum uppá áfangastaði með beinu flugi, leiguflugi og tengiflugi. Hjá okkur er allur heimurinn í boði en við erum með okkar uppáhalds staði sem við þekkjum hvað best og mælum þá sérstaklega með. Við erum ótengd og óháð flugfélögum og reynum eingöngu að finna hentugustu og hagkvæmustu leiðirnar fyrir hvern hóp.

Vinir að hoppa við sólsetur

Staðsetningar, flug- og hótelval okkar byggist á því að veita kúnnanum það besta, ekki bara  það ódýrasta, frekar það sem gefur hópnum hvað mest fyrir peninginn.

Annað sem Indígó leggur mikla áherslu á er að hópurinn fái meira út úr ferðinni en smá tan og djammviskubit. Við hvetjum okkar hópa eindregið til þess að taka þátt í ýmiskonar afþreyingu sem í boði er á hverjum stað, fá hópinn til þess að njóta þess sem hver staður hefur uppá að bjóða og virkilega nýta þetta frábæra tækifæri til þess að skemmta sér með vinum sínum og styrkja böndin fyrir framtíðina.

Sara Jóhannesdóttir

sara@eskimos.is

Indígó

Skútuvogur 1b, 104 Reykjavík

414 1515

hallo@indigo.is

09:00 -17:00 alla virka daga

Senda fyrirspurn
Þessi vefsíða styðst við vefkökur.Með Því að smella á halda áfram samþykkir þú notkun á vefkökum.